Stuðningsmenn 18 ára stráks, sem afplánar dóm í Dúbaí fyrir að hafa samræði með 17 ára gamalli stelpu, mótmæla í miðbæ Lundúna. Hópurinn krefst þess að bresk yfirvöld beiti sér fyrir því að strákurinn verði látinn laus.
Marcus Fakana kemur frá Tottenham en hann var sakfelldur eftir að móðir stúlkunnar las skilaboð þeirra á samfélagsmiðlum og tilkynnti brotið til yfirvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þau voru bæði í fríi í Dubaí og stúlkan búsett í Bretlandi en hún er núna orðin 18 ára gömul. Samræðisaldur í Sameinuðu arabísku dæmunum er 18 ár.
Vinir og vandamenn Fakana komu saman í Westminster til að krefjast þess að hann yrði látinn laus. Utanríkisráðuneytið sagði að það væri verið að styðja við mann í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.