Alþjóðaflug til Damaskus hefst aftur í næstu viku

Frá flugvellinum í Damaskus.
Frá flugvellinum í Damaskus. AFP

Alþjóðaflug mun aft­ur hefjast á flug­vell­in­um í Dam­askus í Sýr­landi á þriðju­dag. Eng­ar farþega­vél­ar hafa lent í höfuðborg­inni síðan Bash­ar al-Assad var steypt af stóli. 

„Við full­viss­um ar­ab­ísk og alþjóðleg flug­fé­lög um að við höf­um þegar hafið end­ur­bygg­ingu á flug­völl­un­um í Al­eppo og Dam­askus með hjálp sam­starfsaðila okk­ar svo að við get­um tekið á móti flug­vél­um frá öll­um heims­horn­um,“ sagði Ashhad al-Sali­bi, flug­mála­stjóri Sýr­lend­inga, við rík­is­miðil­inn SANA. 

Flug­vél­ar með mannúðaraðstoð og er­lend­ar sendi­nefnd­ir hafa þegar lent í Sýr­landi. Þá hef­ur inn­an­lands­flug þegar haf­ist. 

Flugvélar með mannúðaraðstoð og erlendar sendinefndir hafa þegar lent í …
Flug­vél­ar með mannúðaraðstoð og er­lend­ar sendi­nefnd­ir hafa þegar lent í Sýr­landi. AFP

Syri­an Air­lines mun hefja áætl­un­ar­flug á milli Dam­askus og Dúbaí í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um á þriðju­dag. 

Sama dag mun Qat­ar Airways einnig hefja áætl­un­ar­flug til höfuðborg­ar­inn­ar þris­var sinn­um í viku. Það er í fyrsta sinn í 13 ár sem flug­fé­lagið flýg­ur til Sýr­lands. 

AFP-frétta­veit­an hafði það eft­ir katörsk­um emb­ætt­is­manni í des­em­ber að stjórn­völd þar í landi hafi boðist til þess að aðstoða ný sýr­lensk stjórn­völd við að koma flug­vell­in­um í Dam­askus aft­ur á lagg­irn­ar.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert