Jimmy Carter kvaddur

Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna árin 1977 til 1981.
Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna árin 1977 til 1981. AFP

Sex daga útför Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófst í dag. Athöfnin hófst í Plains í Georgíu sem er heimabær Carters.

Eftir guðsþjónustu verður hann fluttur til Atlanta þar sem mönnum verður veittur kostur á að votta honum virðingu sína. Carter verður svo fluttur til Washington á þriðjudaginn.

Hann verður jarðsettur í heimabæ sínum við hlið Rosalynn Carter, eiginkonu sinnar, sem lést á síðasta ári. 

Jimmy Carter var kjörinn Bandaríkjaforseti árið 1976 og sat í eitt kjörtímabil. Hann lést 29. desember og var hundrað ára að aldri.

JOE RAEDLE
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert