Sýrlenskir ráðamenn heimsækja Katar

Ahmed al-Sharaa, leiðtogi uppreinsarhópsins sem steypti Assad af stóli.
Ahmed al-Sharaa, leiðtogi uppreinsarhópsins sem steypti Assad af stóli. AFP

Ráðherr­ar úr nýrri bráðabirgðastjórn Sýr­lands komu til Kat­ar í morg­un í sína fyrstu heim­sókn frá því Bash­ar al-Assad, fyrr­ver­andi for­seta lands­ins, var steypt af stóli í des­em­ber. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Um er að ræða nýj­an bráðabirgðaut­an­rík­is­ráðherra Sýr­lands, Asaad al-Shai­bani, varn­ar­málaráðherra lands­ins, Mor­haf Abu Kasra, og nýj­an yf­ir­mann leyniþjón­ust­unn­ar, Anas Khattab. 

Shai­bani greindi frá til­von­andi heim­sókn á sam­fé­lags­miðlin­um X á föstu­dag. 

„Við hlökk­um til þess­ar­ar heim­sókn­ar og vilj­um með henni stuðla að stöðug­leika, ör­yggi og efna­hags­leg­um bata, ásamt því að byggja upp góð tengsl,“ skrifaði ut­an­rík­is­ráðherr­ann.

Til stend­ur að sendi­nefnd­in ræði sam­vinnu á milli land­anna tveggja við ráðamenn í Kat­ar.

Ólíkt öðrum Ar­ab­a­lönd­um sleit Kat­ar aldrei diplóma­tísk tengsl við Sýr­land þegar Assad var við völd. Þá var Kat­ar annað landið á eft­ir Tyrklandi til að opna aft­ur sendi­ráð í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands, eft­ir að stjórn Assad var steypt af stóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert