Tæplega 100 látnir eftir jarðskjálftann í Tíbet

Tala látinna eftir að stór jarðskjálfti reið yfir fjalllendi Tíbets í morgun er komin í 95 og 130 eru slasaðir.

Frá þessu greina kínverskir ríkisfjölmiðlar. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að skjálftinn hafi mælst 7,1 að stærð og hafi átt upptök á 10 kílómetra dýpi hátt uppi á afskekktu hásléttunni í Tíbet skammt frá landamærum Himalajaeyja að Nepal, um 80 mílur norður af Everest-fjalli. Að sögn kínverska yfirvalda mældist hann 6,8.

Vegir eru þaktir grjóti eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir …
Vegir eru þaktir grjóti eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir afskekkt svæði í Tíbet í morgun. AFP

Skjálftinn fannst einnig í Kathmandu, höfuðborg Nepal, og á nokkrum stöðum í Indlandi en margar byggingar hrundu og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Á annað þúsund björgunaraðila eru við leit að fólki í rústum bygginga.

Margar byggingar eru illa farnar eftir jarðskjálftann öfluga.
Margar byggingar eru illa farnar eftir jarðskjálftann öfluga. AFP

Meira en 1.000 hús skemmdust í Tingri-sýslu, þar sem upptök skjálftans eru, að því er ríkisfréttastofan Xinhua greinir frá.

Árið 2015 létust nærri 9.000 manns og meira en 22.000 slösuðust þegar skjálfti upp á 7,8 reið yfir Nepal og eyðilagði meira en hálfa milljón heimila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert