Tíu ár frá árásinni á Charlie Hebdo

Hér má sjá hryðjuverkamennina eftir að þeir komu úr skrifstofunum. …
Hér má sjá hryðjuverkamennina eftir að þeir komu úr skrifstofunum. Skömmu eftir að þessi ljósmynd var tekin skutu þeir lögreglumann til bana. AFP/Jordi Mir

Í dag eru tíu ár liðin frá því að íslamskir hryðjuverkamenn gerðu árás á skopblaðið Charlie Hebdo og myrtu 12 manns. Árás­in vakti heims­at­hygli og varð slag­orðið „Je suis Charlie“ (í. ég er Charlie) þekkt sem bar­áttukall gegn hryðju­verk­um íslamskra öfga­manna.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, munu í dag leiða minningarathöfn sem verður haldin á gömlu skrifstofu Charlie Hebdo.

Árásarmennirnir voru Cherif Kouachi og bróðir hans, Said Kouachi.

Átta starfsmenn Hebdo létu lífið

Í myndskeiði sem birtist eftir árásina má sjá mennina með andlitsgrímur fara úr flóttabíl eftir árásina á Hebdo. Þeir hlaða vopn sín og ann­ar kall­ar:

„Við höf­um hefnt spá­manns­ins Múhameðs, við höf­um drepið Charlie Hebdo.“

Tólf létust í árásunum, þar af átta starfsmenn Charlie Hebdo, en aðskilin en tengd gíslataka þriðja byssumannsins í gyðingaverslun í austurhluta Parísar 9. janúar 2015 kostaði fjóra til viðbótar lífið.

Bræðurnir Cherif og Said Kouachi voru felldir í aðgerðum lögreglu …
Bræðurnir Cherif og Said Kouachi voru felldir í aðgerðum lögreglu 9. janúar 2015. AFP

„Ef þú vilt hlæja, þá þýðir það að þú vilt lifa“

Blóðbaðið markaði upphaf tímabils í Frakklandi þar sem öfgamenn innblásnir af Al-Kaída og Ríki íslams gerðu ítrekað árásir sem settu landið á hliðina og juku trúarlega spennu.

Þýskaland „deilir sársauka franskra vina sinna,“ sagði Olaf Scholz Þýskalandskanslari í tilkynningu í dag.

„Ef þú vilt hlæja, þá þýðir það að þú vilt lifa,“ segir í ritstjórnargrein eftir Laurent Sourisseau, sem lifði af fjöldamorðin 2015.

Charlie Hebdo gaf í tilefni dagsins út blað og fyrirsögnin …
Charlie Hebdo gaf í tilefni dagsins út blað og fyrirsögnin segir: Ósigrandi. AFP/Martin Lelievre
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert