Biden telur að hann hefði getað unnið Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti lif­ir í þeirri trú að hann hefði getað unnið Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seta, í for­seta­kosn­ing­un­um sem voru haldn­ar í nóv­em­ber.

Þetta kem­ur fram í viðtali við USA Today þar sem hann tók þó fram að hann væri ekki viss um það hvort að hann hefði út­hald í að þjóna í fjög­ur ár í viðbót.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Trump var með af­ger­andi for­skot

Eins og frægt er orðið þá dró Joe Biden fram­boð sitt til baka 21. júlí í kjöl­far kapp­ræðna á móti Trump sem áttu sér stað tæp­lega mánuði á und­an.

Biden bar sig mjög illa í kapp­ræðunum og demó­krat­ar settu mik­inn þrýst­ing á Biden að draga fram­boðið til baka.

Sam­kvæmt könn­un­um þá var Trump kom­inn með af­ger­andi for­skot á Biden og töldu flest­ir álits­gjaf­ar mjög hæpið að Biden gæti unnið Trump. Sam­kvæmt RealC­learPolitics þá var Trump með 4,4 pró­sentu­stiga for­skot á Biden að meðaltali í sveiflu­ríkj­un­um dag­inn sem Biden dró fram­boðið til baka. 

Leitaðist ekki eft­ir því að vera 86 ára gam­all for­seti

Í sam­tali við USA Today sagði Biden að „miðað við kann­an­ir“ að þá trúi hann því að hann hefði getað unnið, en viður­kenndi að ald­ur hans hefði haft áhrif á hann í embætti.

„Þegar Trump var að bjóða sig fram aft­ur til end­ur­kjörs taldi ég mig í raun eiga mesta mögu­leika á að sigra hann. En ég var held­ur ekki að leit­ast eft­ir því að verða for­seti þegar ég var orðinn 85 ára, 86 ára,“ sagði Biden. „En ég veit það ekki. Hver í fjand­an­um veit það?“

Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, tók við kefl­inu af Biden sem for­setafram­bjóðandi demó­krata og Trump vann nokkuð af­ger­andi sig­ur á móti henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert