„Að sitja með fjölskyldu minni og horfa í beinni útsendingu í sjónvarpi heimili okkar í Malibu brenna til grunna er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa.“
Þetta segir raunveruleikastjarnan Paris Hilton í færslu á samfélagsmiðlinum X. „Hjarta mitt er meira niðurbrotið en ég get lýst með orðum,“ skrifar hún.
Fjölmargar stjörnur Hollywood, leikarar, tónlistamenn og aðrir frægir einstaklingar eru á meðal tugþúsunda sem hafa orðið fyrir barðinu á mannskæðum gróðureldum í Los Angeles síðustu tvo sólarhringa en talið er að 1.500 hús og byggingar hafi orðið eldunum að bráð og um 130 þúsund íbúum í Kaliforníu hefur verið gert að rýma hús sín.
Hundruð heimila eyðilögðust á hinu glæsilega Pacific Palisades-svæði, uppáhaldsstað fræga fólksins, þar sem hús eru metin á milljónir dollara.
Emmy-verðlaunaleikarinn James Woods birti myndband á X sem sýnir eldtungur gleypa tré og runna nálægt Pacific Palisades heimili hans í Pacific Palisades þegar hann bjó sig til að rýma hús sitt.
„Ég trúði ekki að yndislega litla heimilið okkar í hæðunum héldi svona lengi. Það er eins og að missa ástvin,“ skrifar Woods.
Emmy-verðlaunaleikarinn Billy Crystal segir að Pacific Palisades-húsið sem hann og eiginkona hans bjuggu í í 46 ár hafi brunnið í gær.
„Orð geta ekki lýst því hversu gríðarlega eyðileggingin sem við erum að verða vitni að og upplifum,“ segir Crystal í yfirlýsingu sem hann sendi tímaritinu People.
Heartbroken beyond words 💔 Sitting with my family, watching the news, and seeing our home in Malibu burn to the ground on live TV is something no one should ever have to experience.😢 This home was where we built so many precious memories. It’s where Phoenix took his first steps… pic.twitter.com/aeJAgJrymA
— Paris Hilton (@ParisHilton) January 9, 2025