Hægt að veðja á hamfarirnar í Los Angeles

Veðbankinn Polymarket stendur fyrir þessu.
Veðbankinn Polymarket stendur fyrir þessu. Samsett mynd/Colourbox/AFP/Justin Sullivan

Á sama tíma og heimili og hús brenna í ægilegum gróðureldum í kringum Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum þá er hægt veðja á hina ýmsu þætti sem tengjast gróðureldunum.

Business Insider greinir frá.

Veðbankinn Polymarket leyfir viðskiptavinum að veðja á níu mismunandi spurningar sem tengjast eldunum. Til dæmis er hægt að veðja á það hvort að búið verði að ná tökum á Palisades-eldinum fyrir föstudag.

Samkvæmt fjárhættuspilurum þá eru aðeins 2% líkur á því.

Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í gróðureldunum, allt að 1.500 bygg­ing­ar hafa brunnið og hafa yfir 130 þúsund manns þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Rukka ekki þóknanir

Um er að ræða að minnsta kosti sjö mismunandi elda og þeir stærstu eru Palisades-eldurinn og Eaton-eldurinn.

Einnig er hægt að veðja á það hvort að það verði búið að ná tökum á 50% af Palisades-eldinum fyrir sunnudag. 52% líkur eru á því samkvæmt fjárhættuspilurum. Samkvæmt Cal Fire þá er búið að ná 0% tökum á þeim eldi alveg eins og með Eaton-eldinn.

Talsmaður Polymarket sagði í samtali við Business Insider að fyrirtækið væri ekki að rukka þóknanir fyrir þessi veðmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert