Svíar kaupa hlébarða fyrir hundruð milljarða

Leopard 2-orrustuskriðdreki.
Leopard 2-orrustuskriðdreki. AFP/Wojtek RADWANSKI

Svíar hafa pantað 44 þýska skriðdreka af gerðinni Leopard 2A8. Jafnframt verða 66 skriðdrekar frá tíunda áratugnum nútímavæddir.

SVT greinir frá.

Heildarverð fjárfestingarinnar nemur 22 milljörðum sænskra króna, eða um 277 milljörðum króna.

Kaupin hefðu mátt eiga sér stað fyrr

Svíar hafa sett sér stefnu um að tvöfalda stærð hersins og er þessi fjárfesting liður í því.

Stríð Rússlands og Úkraínu hefur staðið yfir í tæp þrjú ár og varnarmálaráðherra Svíþjóðar segir að hann hefði viljað sjá þessa fjárfestingu fyrr.

„Það er ljóst að betrumbæturnar í varnarmálum hefði átt að eiga sér stað fyrr, en nú erum við á réttri leið og erum að taka mjög stór skref og þetta er skref í að byggja upp sterkari varnir,“ segir Pål Jonson varnarmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert