Ríkisstjóri Kaliforníuríkis kallar eftir óháðri rannsókn á því hvað olli því að vatnsþrýstingur var lítill í brunahönum í Los Angeles-borg í miðjum mannskæðum gróðureldum í vikunni.
„Fréttir af því að vatnsþrýstingur hafi minnkað í sumum brunahönum á svæðinu í eldunum og að vatnsból úr Santa Ynez-lóninu hafi ekki verið tiltækt eru mér og samfélaginu mjög til vansa,“ skrifaði Gavin Newsom ríkisstjóri í bréfi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X í gær.
Bréfið var stílað á Mark Pestrella, framkvæmdastjóra opinberra framkvæmda í Los Angeles og Janisse Quiñones, forstjóra deildar vatns- og orkumála í Los Angeles.
„Ég hef beint því til vatnsveitu og slökkviliðs ríkisins að gera óháða skýrslu í kjölfar atviksins,“ skrifar Newsom.
NEW: I am calling for an independent investigation into the loss of water pressure to local fire hydrants and the reported unavailability of water supplies from the Santa Ynez Reservoir.
— Gavin Newsom (@GavinNewsom) January 10, 2025
We need answers to ensure this does not happen again and we have every resource available to… pic.twitter.com/R0vq0wwZph