Kallar eftir rannsókn á vatnsleysi

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu er hér til hægri.
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu er hér til hægri. AFP/Eric Thayer

Ríkisstjóri Kaliforníuríkis kallar eftir óháðri rannsókn á því hvað olli því að vatnsþrýstingur var lítill í brunahönum í Los Angeles-borg í miðjum mannskæðum gróðureldum í vikunni.

„Fréttir af því að vatnsþrýstingur hafi minnkað í sumum brunahönum á svæðinu í eldunum og að vatnsból úr Santa Ynez-lóninu hafi ekki verið tiltækt eru mér og samfélaginu mjög til vansa,“ skrifaði Gavin Newsom ríkisstjóri í bréfi sem hann birti á samfélagsmiðlinum X í gær.

Bréfið var stílað á Mark Pestrella, framkvæmdastjóra opinberra framkvæmda í Los Angeles og Janisse Quiñones, forstjóra deildar vatns- og orkumála í Los Angeles.

„Ég hef beint því til vatnsveitu og slökkviliðs ríkisins að gera óháða skýrslu í kjölfar atviksins,“ skrifar Newsom.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert