Vilja reisa fleiri loftvarnabyrgi

Jonas Gahr Støre forsætisráðherra (t.h.) og Emelie Enger Mehl dómsmálaráðherra …
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra (t.h.) og Emelie Enger Mehl dómsmálaráðherra kynna hér hvítbók norskra stjórnvalda um viðbúnað. AFP/Rodrigo Freitas

Stjórnvöld í Noregi greindu frá því í gær að þau vildu setja aftur í byggingarreglugerðir skyldu um að reisa loftvarnabyrgi í nýbyggingum, en kvöð um slíkt var tekin út árið 1998. Er þetta ein af um hundrað tillögum sem norsk stjórnvöld hafa sett fram til þess að búa landið betur undir hugsanleg stríðsátök og auka þrautseigju landsins komi til stríðs.

Dómsmálaráðherra Noregs, Emilie Enger Mehl, sagði í gær að Norðmenn þyrftu að stíga ýmis skref til þess að bregðast við krísum og styrjöldum, en hún og Jonas Gahr Støre kynntu hvítbók ríkisstjórnarinnar um undirbúning fyrir neyðarástand.

Segir meðal annars í hvítbókinni að Úkraínustríðið hafi varpað ljósi á þá þörf að allar stærri byggingar búi yfir loftvarnabyrgjum. Þá er vakin sérstök athygli á því að í Noregi séu nú til næg byrgi til þess að taka á móti um 45% af íbúum landsins, en í Finnlandi er sama hlutfall um 90%, í Danmörku um 80% og í Svíþjóð um 70%.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert