„Eins og kjarnorkusprengja hafi fallið“

Casa Pine er brunnið til kaldra kola og allt Altadena-hverfið …
Casa Pine er brunnið til kaldra kola og allt Altadena-hverfið varð rústir einar á sjö tímum. Ljósmynd/Jeff Kocher

„Við erum í al­gjöru losti yfir þess­um hörm­ung­um,“ seg­ir Friðgeir Trausti Helga­son, kokk­ur og ljós­mynd­ari, um ástandið í Kali­forn­íu. Hann hef­ur búið í Al­buqu­erque í Nýju-Mexí­kó í tvö ár, en bjó áður í Alta­dena-hverf­inu í Los Ang­eles í rúm níu ár.

„Við Sus­an flutt­um þaðan fyr­ir tveim­ur árum, en við eig­um marga vini í hverf­inu sem var að okk­ar mati al­gjör para­dís á jörð, en er nú sviðin jörð eft­ir að eld­ar kviknuðu í hverf­inu kl. 18.30 síðasta mánu­dag. Það er hræðilegt að vita til þess að vin­ir manns og ná­grann­ar til margra ára séu bún­ir að missa allt. Það er ekk­ert eft­ir.“

Friðgeir Trausti Helgason
Friðgeir Trausti Helga­son

Stóð uppi með vega­bréfið

Friðgeir Trausti og eig­in­kona hans, Sus­an Bol­les, bjuggu í Alta­dena en þar hef­ur allt orðið eld­in­um að bráð. Hann seg­ist aðeins vita um eitt hús í Alta­dena, sem vin­kona hans bjó í, sem hafi staðið af sér eld­hafið. Þar sem all­ir innviðir í hverf­inu brunnu sé ekk­ert vitað um hvenær eða hvort hún geti flutt aft­ur heim.

„Húsið sem við leigðum var kallað Casa Pine og var á Pine Street í Alta­dena. Það voru þrjú hús á eign­inni og ná­granni minn, Jeff Kocher, sem bjó í næsta húsi við okk­ur, hringdi í mig klukk­an hálf­sjö um morg­un síðasta þriðju­dag, og sagði mér að klukk­an eitt um nótt­ina hefði hann þurft að flýja húsið á hlaup­um því eld­vegg­ur­inn hefði komið æðandi að hús­inu. Þetta gerðist svo hratt að hann gat ekki tekið neitt með sér nema vega­bréf og ein­hverja bankapapp­íra,“ seg­ir Friðgeir og bæt­ir við að það sé erfitt fyr­ir þá sem ekki hafa upp­lifað þetta að setja sig í þessi spor.

Hér er Casa Pine sem Friðgeir bjó í á Pine …
Hér er Casa Pine sem Friðgeir bjó í á Pine Street í Alta­dena, gam­al­grónu og fal­legu hverfi. Ljós­mynd/​Friðgeir Trausti Helga­son

Eins og log­andi felli­byl­ur

„Ég hef búið það lengi í Los Ang­eles að ég veit hvernig þetta er og þess­ir skógar­eld­ar verða verri með ári hverju. Þegar Jeff sagði mér stöðuna vissi ég al­veg hvað var að ger­ast. Svo hringdi Jeff í mig strax dag­inn eft­ir og sagði mér að það væri eins og kjarn­orku­sprengja hefði fallið á hverfið, það væri ekk­ert eft­ir. Á aðeins sjö tím­um hvarf Alta­dena-hverfið allt í eld­hafið.

Það er eng­inn mann­leg­ur mátt­ur sem hefði getað stöðvað eld­hafið. Það sem ger­ir þetta svo rosa­legt eru þess­ir sterku vind­ar, Santa Ana-vind­arn­ir, og núna var þetta eins og log­andi felli­byl­ur sem kveikti í öllu sem hann fór yfir. Það hefði ekki skipt máli þótt tvö­falt fleiri viðbragðsaðilar hefðu verið að reyna að varna eld­in­um, því það er ekk­ert hægt að slökkva elda í þess­um vind­hraða, sem æðir áfram á 80-100 mílna hraða á klukku­stund sem er allt að 160 km hraði. Í svona ástandi fara öll viðmið út um glugg­ann og það er ljóst að þetta á bara eft­ir að versna, miðað við þróun síðustu ára og með aukn­um áhrif­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert