Rússar sagðir hafa ætlað að ráðast á flugfélög

Donald Tusk (t.h.) tók á móti Selenskí í Varsjá í …
Donald Tusk (t.h.) tók á móti Selenskí í Varsjá í dag. AFP

Don­ald Tusk, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands, seg­ir að Rúss­ar hafi haft í hyggju að ráðast gegn er­lend­um flug­fé­lög­um víða um heim, en Tusk sak­ar rúss­nesk yf­ir­völd enn frem­ur um að hafa staðið á bak við skemmd­ar­verk í Póllandi og víðar. 

Tusk lét um­mæl­in falla er hann tók á móti Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, í Var­sjá í Póllandi í dag. 

Pól­land, sem er bæði hluti af Evr­ópu­sam­band­inu og aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins, hef­ur verið einn af dygg­ustu stuðnings­mönn­um úkraínskra yf­ir­valda frá því inn­rás­ar­stríð Rússa hófst í fe­brú­ar 2022. 

Auk­inn stöðug­leiki með Úkraínu í ESB

„Það eina sem ég get sagt, og ég mun ekki fara í nein smá­atriði, er að ég get staðfest gildi þess sem menn hafa ótt­ast að Rúss­land skipu­lagði hryðju­verk í háloft­un­um, ekki aðeins gegn Póllandi held­ur gegn flug­fé­lög­um víða um heim,“ sagði Tusk. 

Ráðherr­ann bætti við að Pól­land, sem fer með for­mennsku í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins, muni vinna að því að hraða aðild­ar­ferli Úkraínu að ESB. 

Selenskí sagði við blaðamenn að því fyrr sem Úkraína yrði hluti af ESB því hraðar gæti landið gengið í NATO. Slíkt myndi auka stöðug­leika í Evr­ópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert