Hægari vindur gæti auðveldað slökkvistarf

00:00
00:00

Slökkviliðsmenn, sem í níu daga hafa bar­ist við að slökkva gróðureld­ana, sem hafa valdið gríðarlegri eyðilegg­ingu víðs veg­ar um Los Ang­eles, gætu fengið smá hvíld frá störf­um á morg­un vegna veðurs.

Tölu­verður ár­ang­ur í slökkvi­starfi

Dregið hef­ur úr þeim sterku vind­um sem urðu til þess að eld­arn­ir breidd­ust út í upp­hafi og hömluðu jafn­framt björg­un­ar­starfi. Mun hæg­ari vind­ur er í kort­un­um næstu daga, að því er seg­ir í um­fjöll­un BBC.

Slökkviliðsmenn hafa náð ágæt­um tök­um á tveim­ur stærstu eld­un­um sem loga sam­tals á um 40.000 hekt­ara svæði

Að minnsta kosti 25 manns hafa látið lífið og meira en 12.000 mann­virki hafa eyðilagst í ein­um af þeim verstu gróðureld­um sem hafa orðið í borg­inni.

Hvess­ir aft­ur í næstu viku

Tveir stærstu eld­arn­ir, Eaton og Palisa­des, loga enn eft­ir rúma viku. Slökkviliðsmenn úr átta ríkj­um Banda­ríkj­anna hafa tekið þátt í slökkvi­starf­inu, ásamt slökkviliðsmönn­um frá Kan­ada og Mexí­kó.

Veður­stof­an hef­ur aflétt rauðum viðvör­un­um í bili, en þær verða mögu­lega gefn­ar út aft­ur ef hvess­ir á ný.

Ekki er spáð rign­ingu í Kali­forn­íu næstu vik­una, en yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um fylgj­ast einnig grannt með Santa Ana-vind­un­um, sem tald­ir eru eiga sök á mik­illi út­breiðslu eld­anna.

Sam­kvæmt veður­spám á að hvessa aft­ur í byrj­un næstu viku.

Léttir vindar á morgun gætu hjálpað við slökkvistarfið á eldunum …
Létt­ir vind­ar á morg­un gætu hjálpað við slökkvi­starfið á eld­un­um í Los Ang­eles sem hafa nú geisað í um níu daga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert