Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið

Trump tekur við embætti forseta á mánudag.
Trump tekur við embætti forseta á mánudag. AFP/Mark Ralston

Inn­setn­ing­ar­at­höfn Don­alds Trumps, verðandi Banda­ríkja­for­seta, á mánu­dag­inn verður hald­in inn­an­dyra en ekki úti eins og hefð er fyr­ir.

Trump grein­ir frá þessu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social.

Í færsl­unni seg­ir hann að köldu heim­skautalofti sé spáð og þar af leiðandi verði að færa at­höfn­ina.

„Heim­skautaloft streym­ir nú yfir landið. Því hef ég fyr­ir­skipað að inn­setn­ingarávarpið, auk bæna og annarra ræðuhalda, verði flutt í banda­ríska þing­húsið,“ skrif­ar Trump. 

At­höfn­in verður því í Capitol Rot­unda, hring­laga her­bergi sem er kallað hjarta þing­húss­ins.

Venju­lega er at­höfn­in hald­in fyr­ir utan þing­húsið. 

Síðast inn­an­dyra árið 1985

Síðasta inn­setn­ing­ar­at­höfn­in sem var hald­in inn­an­dyra var árið 1985 hjá Ronald Reag­an en þá var einnig mjög kalt.

Til eru fá­ein dæmi í sögu Banda­ríkj­anna um að þessi at­höfn sé hald­in inn­an­dyra en það er þó mjög sjald­gæft.

Á at­höfn­inni flytja for­set­ar ávarp þar sem þeir nýta oft tæki­færið til að kynna sýn sína og setja fram mark­mið sín fyr­ir þjóðina.

Oft eft­ir­minn­an­leg­ar ræður

Enn þann dag í dag er vitnað í nokkr­ar af þeim áhrifa­mestu ræðum sem haldn­ar hafa verið.

Sem dæmi má nefna árið 1933 þegar Frank­lin D. Roosevelt sagði í ávarpi sínu: „Það eina sem við höf­um að ótt­ast er ótt­inn sjálf­ur.“

John F. Kenn­e­dy var einnig með eft­ir­minni­lega inn­setn­ing­ar­ræðu þar sem hann sagði meðal ann­ars:

„Spurðu ekki hvað land þitt get­ur gert fyr­ir þig; spurðu hvað þú get­ur gert fyr­ir land þitt.“

Svona er innsetningarathöfnin venjulega, fyrir utan þinghúsið.
Svona er inn­setn­ing­ar­at­höfn­in venju­lega, fyr­ir utan þing­húsið. AFP/​Mark Ral­st­on
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert