Að minnsta kosti 70 manns létu lífið og nokkrir slösuðust í norðurhluta Nígeríu í dag þegar tankbíll valt og lak bensíni sem olli sprengingu.
Margir íbúar lentu í miklum eldi þegar þeir reyndu að ausa eldsneyti úr bensíntönkum flutningabílsins að sögn Mohammed Bago ríkisstjóra.
Sprengingin sem fylgdi leiddi til dauða margra sem voru að ausa eldsneytinu en aðrir sem voru fjær flutningabílnum hlutu mismikil brunasár.
Uppfært klukkan 16.35:
Áður hafði komið fram að 60 hafi látið lífið, en er nú fjöldinn kominn upp í 70, að sögn talsmanns yfirvalda í landinu.
A petrol tanker fire explosion has claimed the lives of many Nigerians at the Dikko junction, along the Abuja-Kaduna highway in Niger state #TankerExplosion #Tanker #Petrol #breakingnews #tvcnews pic.twitter.com/cVWaa79iit
— TVC News (@tvcnewsng) January 18, 2025