Mikil þörf á nýliðun hjá Úkraínuher

Úkraínuher hefur varist stöðugum árásum Rússlands undanfarið og menn margir …
Úkraínuher hefur varist stöðugum árásum Rússlands undanfarið og menn margir þreyttir. Illa gengur að leysa þessa menn af. AFP/Roman Pilipey

Kænugarðsstjórn virðist nú eiga fullt í fangi með að fá nýliða inn í herinn. Á sama tíma hefur gengið illa að taka hermenn frá víglínunni og veita þeim kærkomið leyfi.

Þessi staða hefur aukið mjög álag á herafla Úkraínu. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum, sem jafnframt eru helsti stuðningur Úkraínustjórnar í baráttunni við innrásarlið Rússlands, þrýst á um lækkun lágmarksaldurs til að gegna herþjónustu. Viðmiðið nú er 25 ár en Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, leggur til 18 ár.

Sú aðgerð að lækka aldur niður í 18 ár yrði ekki einsdæmi, hvorki á Vesturlöndum né annars staðar. Sem dæmi má nefna að í Rússlandi nær herskylda til þeirra sem náð hafa 18 ára aldri. Sérfræðingar hafa þó lengi varað við því að senda svo unga einstaklinga í vopnuð átök. Þeir séu mun líklegri en aðrir til að þróa með sér áfallastreituröskun og fíknisjúkdóma auk þess sem þeir eru líklegri til að leiðast út í afbrot að lokinni herskyldu.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert