TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum

Trump hefur tjáð sig um að banninu verði mögulega frestað …
Trump hefur tjáð sig um að banninu verði mögulega frestað um 90 daga. Samsett mynd/AFP

Bandarískir notendur miðilsins TikTok hafa fengið aðgang að miðlinum á ný. Gerðist það aðeins 12 tímum eftir að hann var bannaður í Bandaríkjunum.

Á TikTok-reikningum þeirra sjást þó enn viðvaranir um bannið.

CNN greinir frá.

Skilaboð til notenda breyttust

CNN greinir frá því að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hafi heitið því í dag að skrifa undir framkvæmdaskipun á morgun, þegar hann tekur við forsetaembættinu, sem miði að því að fresta banninu um 90 daga.

TikTok aftengdi aðgang notenda í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti á föstudag lög sem bönnuðu miðilinn í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert