Átta eru látnir og sjö slasaðir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimili í útjaðri Belgrad, höfuðborgar Serbíu.
Lögregla á svæðinu segir um 30 manns hafa verið inni í húsinu þegar eldur kviknaði um klukkan hálf fjögur um nóttina á staðartíma.
Þá segir lögreglan slökkviliðsmenn hafa brugðist skjótt við, þrátt fyrir afskekkta staðsetningu hjúkrunarheimilisins, og slökkt eldinn.
Hinir slösuðu voru fluttir á hersjúkrahúsið í Belgrad.
„Því miður týndu átta einstaklingar lífi sínu í eldsvoðanum. Ég verð að segja að viðbragðsaðilar brugðust mjög skjótt við og tókst að bjarga, eða réttara sagt flytja, 13 manns,“ sagði Nemanja Starovic atvinnuvegaráðherra við fjölmiðla á svæðinu.
„Ég vil votta fjölskyldum fórnarlambanna mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Starovic og bætti við að rannsókn á málinu væri hafin.