Móðir bandaríska blaðamannsins Austin Tice sem hvarf sporlaust í Sýrlandi árið 2012 segir að ný stjórn landsins, sem tók við eftir að Assad Sýrlandsforseta var bolað burt með valdi, muni leggja sig fram við að finna Tice.
Tice starfaði sem lausapenni fyrir fréttamiðla á borð við Agence France-Presse, McClatchy News, The Washington Post, CBS og fleiri fréttamiðla þegar hann var handtekinn við landamærastöð í ágúst 2012.
Móðir hans,DebraTice, sagði við blaðamenn íDamaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag að hún hefði hitt nýja leiðtoga landsins, en hún átti í dag fund meðAhmed al-Sharaa, leiðtoga landsins.
„Það var yndislegt að heyra að þeir eruð staðráðnir í því að koma syni mínum heim, og ykkar syni,“ sagði hún.
Hún sagðist enn fremur vonast til þess að ný ríkisstjórn Bandaríkjanna, undir forystu Donald Trumps, muni aðstoða við ferlið.
„Í dag mun Trump sverja embættiseið og þá verða kaflaskil,“ sagði hún.
„Ég vænti þess að ríkisstjórn Trumps muni taka virkan þátt í þeirri vinnu við að koma Austin heim.“