Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna

Donald Trump sór embættiseið sinn rétt í þessu.
Donald Trump sór embættiseið sinn rétt í þessu. AFP/Saul Loeb

Donald Trump sór nú síðdegis eið sem 47. forseti Bandaríkjanna í þinghúsi Bandaríkjanna að viðstöddu fjölmenni. 

Trump tekur við af Joe Biden, sem hef­ur verið í embætti und­an­geng­in fjög­ur ár. Sjálf­ur var Trump fyr­ir­renn­ari Bidens frá 2017.

Hann er fyrsti for­set­inn til að gegna embætti í tvígang síðan Grover Cleve­land árið 1893.

Donald Trump í ræðustól í dag.
Donald Trump í ræðustól í dag. AFP/Chip Somodevilla

Trump sagði í ræðu sinni að landið muni blómstra á ný nú þegar hann er tekinn við völdum. Sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefjist nú og landið muni hér eftir blómstra og njóta virðingar. „Ég mun einfaldlega setja Bandaríkin í fyrsta sætið,“ sagði Trump.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert