„Í dag eru hjörtu okkar full af þakklæti“

Afganistan. Mynd úr safni.
Afganistan. Mynd úr safni. AFP

„Í dag eru hjörtu okkar full af þakklæti og við þökkum guði fyrir að halda Ryan á lífi og færa hann aftur heim eftir 894 erfiðustu daga lífs okkar,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu Ryan Corbett.

Hann er annar Bandaríkjamannanna sem talíbanar láta af hendi í fangaskiptum við Bandaríkin. 

Utanríkisráðherra talíbana staðfesti í morgun að hún hefði sleppt tveimur bandarískum ríkisborgurum úr haldi í skiptum fyrir Mohammad, vegna samkomulags sem Katar hafði milligöngu um.

Í yfirlýsingu ráðherrans kom fram að Mohammad hefði verið að afplána lífstíðardóm í Kaliforníu en hann var handtekinn fyrir tæpum tveimur áratugum í Nangarhar-héraðinu í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert