Tíu fórust í eldsvoða á vinsælu skíðahóteli

Fjölmennt var á hótelinu vegna vetrarfría í skólum.
Fjölmennt var á hótelinu vegna vetrarfría í skólum. Ljósmynd/Colourbox

Tíu fórust og 32 slösuðust í eldsvoða á vinsælu skíðahóteli í Bolu í Tyrklandi í nótt.

Eldurinn braust út á fjórða tímanum í nótt og var fljótur að læsa sig í timburklæðningu tólf hæða hótelsins.

Talið er að upptök eldsins hafi verið í eldhúsinu og breiddist eldurinn hratt út.

Slökkviliðsmenn voru fljótir að bregðast við útkallinu.

Á þriðja hundrað gesta

Hótelið sem ber heitið The Grand Kartal er staðsett ofarlega í fjallshlíð. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að 234 gestir hafi verið á hótelinu í nótt.

Fjölmennt er á skíðahótelum um þessar mundir vegna vetrarfría í skólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert