Alls hafa 78 dauðsföll verið staðfest í kjölfar eldsvoða á skíðahóteli í Bolu í Kartalkaya í Tyrklandi.
Dómsmálaráðuneyti Tyrklands staðfestir þetta í yfirlýsingu þar sem jafnframt er greint frá því að búið sé að bera kennsl á fórnarlömbin.
Heilu fjölskyldurnar fórust í eldsvoðanum á Grand Kartal-hótelinu snemma á þriðjudagsmorgun.
Spurningar hafa vaknað um eldvarnarráðstafanir á lúxushótelinu, sem er tólf hæða, en grunur leikur á um að þær hafi verið vanræktar.
234 gestir voru á hótelinu þegar eldurinn kviknaði á fjórðu hæð hótelsins og breiddist hann hratt um bygginguna.
Gestur hótelsins sem komust lífs af og sérfræðingar segja brunaviðvörunarkerfi hótelsins ekki hafa virkað.
Ellefu hafa verið handteknir í tengslum við brunann, þar á meðal eigandi hótelsins, framkvæmdastjóri, forstjóri auk yfirmanns slökkviliðsins í Bolu.