538 óskráðir innflytjendur handteknir

Í kosningabaráttunni hét Trump því að ná tökum á útlendingamálum …
Í kosningabaráttunni hét Trump því að ná tökum á útlendingamálum þegar hann yrði forseti. AFP/Jim Watson

Bandarísk stjórnvöld handtóku á sjötta hundrað innflytjendur og fluttu úr landi.

Þetta staðfesti Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á samfélagsmiðlinum X.

„Trump-stjórnin handtók 538 ólöglega innflytjenda glæpamenn,“ kom fram í tísti Leavitt. Bætti hún við að hundruð hefðu verið flutt úr landi með loftfari hersins.

„Stærsta brottflutningsaðgerð sögunnar er vel á veg komin. Loforð gerð. Loforð staðin,“ sagði Leavitt.

Í kosningabaráttunni hét Trump því að ná tökum á útlendingamálum þegar hann yrði forseti. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Telur aðgerðina brjóta í bága við stjórnarskrá

Í yfirlýsingu borgarstjóra Newark, Eas J. Baraka, í gær kom fram að fulltrúar Innflytjenda-, tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefðu handtekið óskráða innflytjendur og aðra borgara í fyrirtæki í borginni án þess að vera með handtökuheimild.

Sagði borgarstjórinn að einn þeirra handteknu væri fyrrverandi bandarískur hermaður.

„Þessi grimmilega aðgerð er augljóst brot á stjórnarskránni,“ hélt borgarstjórinn fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert