„Rosalegt sjokk“

Eldar loga fyrir norðan Los Angeles.
Eldar loga fyrir norðan Los Angeles. AFP

„Við vor­um að von­ast til að smám sam­an færi lífið að fær­ast í eðli­legt horf, en þá fæ ég skila­boð í sím­ann um að það sé kom­inn nýr eld­ur upp, norður af Santa Cla­rita,“ seg­ir Agla Friðjóns­dótt­ir, formaður Íslend­inga­fé­lags­ins í Los Ang­eles, á miðviku­dags­kvöld að staðar­tíma vest­an­hafs.

„Það eru nokkr­ar ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur þarna í Santa Cla­rita og ég veit af fólki sem var byrjað að pakka niður eft­ir að þau fengu rým­ing­ar­viðvör­un, sem er varúðarstig áður en fólk fær til­skip­un um rým­ingu,“ seg­ir hún en bæt­ir við að hún von­ist til að ekki verði úr því, en íbú­ar borg­ar­inn­ar eru orðnir langþreytt­ir á ástand­inu sem hef­ur gjör­breytt ásýnd borg­ar­inn­ar.

Mik­il eyðilegg­ing

Agla Friðjónsdóttir
Agla Friðjóns­dótt­ir AFP/​Frederic J. Brown

„Þetta var al­veg rosa­legt sjokk að sjá þess­ar upp­lýs­ing­ar í morg­un, því und­an­farna daga hef­ur gengið vel að halda eld­um í skefj­um í bæði Palisa­des og Alta­dena, þar sem búið er að færa hætt­una af rým­ing­arstigi í flest­um aðliggj­andi hverf­um. Sem bet­ur fer eru ennþá mjög marg­ir slökkviliðsmenn á svæðinu.“

Agla seg­ir að gíf­ur­leg eyðilegg­ing sé á bruna­svæðunum, ennþá séu helstu stof­næðar til þeirra lokaðar og enn sé upp­bygg­ing­ar­starf ekki hafið í hverf­un­um. „Það hafa marg­ir skól­ar brunnið hérna og það er verið að koma öll­um skóla­börn­um í aðra skóla til að reyna að koma þeim aft­ur í eðli­lega rútínu.“

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert