Til Noregs fyrir 22 milljónir

Per Eskeland, framkvæmdastjóri Norwegian Machinery, er kátur þessa dagana enda …
Per Eskeland, framkvæmdastjóri Norwegian Machinery, er kátur þessa dagana enda hafði hann betur í rimmunni við stjórnvöld sem þekkt eru fyrir að vera álíka ferköntuð og ökutækið á myndinni. Statens vegvesen hefur hleypt Tesla Cybertruck til Noregs. Ljósmynd/Norwegian Machinery

Tesla Cy­bertruck – að sumra mati ekki lögu­leg­asta bif­reiðin sem sést hef­ur á veg­um heims­ins – hef­ur nú hlotið samþykki þar til bærra norskra yf­ir­valda til að aka um stræti og torg þar í landi og hef­ur fyr­ir­tækið Norweg­i­an Machinery, sem flyt­ur inn bif­reiðar frá Banda­ríkj­un­um, fengið til lands­ins fyrstu Cy­bertruck-bif­reiðina sem skarta mun norsk­um skrán­ing­ar­núm­er­um.

Grunn­verðið er 1.750.000 krón­ur norsk­ar, jafn­v­irði 21,8 millj­óna ís­lenskra króna.

Það er viðskipta­dag­blaðið Fin­ansa­visen sem grein­ir frá þess­um tíma­mót­um og ætti hinn al­menni Norðmaður að kæt­ast nokkuð þar sem grodda­leg kassa­laga öku­tæki eru gjarn­an of­ar­lega á vin­sæld­arlist­um norskra bíla­dellu­karla og -kerl­inga, helst með aldrifi og viðbætt­um ótal ljós­köst­ur­um svo sigr­ast megi á myrk­ustu aðstæðum Norður-Nor­egs og helst sjá elg á veg­in­um kíló­metra áður en hætt verður við árekstri.

Með ólík­ind­um skrif­ar Tek.no

Hægt hef­ur gengið að fá evr­ópsk yf­ir­völd til að samþykkja hið fer­kantaða stál­ferlíki, al­mennt á þeirri for­sendu að bif­reiðin sé ein­fald­lega stór­hættu­leg gang­andi veg­far­end­um, og greindi norska tækni­vef­ritið Tek.no frá því í ág­úst 2020 að Tesla Cy­bertruck kæmi aldrei til Evr­ópu.

Skrif­ar sama rit nú að þess vegna sé það með ólík­ind­um að bif­reiðin fái að koma til Nor­egs, enda þekkt að norsk stjórn­sýsla er al­mennt séð álíka fer­köntuð og Cy­bertruck.

Smáa letrið er þó á sín­um stað. Til þess að aka Tesla Cy­bertruck um norska vegi þarf ökumaður að hafa meira­próf upp á vas­ann, öku­skír­teini í flokki C.

Tesla Cybertruck býðst í hinum mýkstu litum og kraftmesta gerðin, …
Tesla Cy­bertruck býðst í hinum mýkstu lit­um og kraft­mesta gerðin, „Cy­ber­be­ast“, skil­ar 845 hest­öfl­um og nær 210 kíló­metra hraða, rúm­lega þriggja tonna bif­reið. Meira­próf mun þurfa á Cy­bertruck í Nor­egi. Ljós­mynd/​Norweg­i­an Machinery

Fyrst og fremst gam­an

Per Eske­land, fram­kvæmda­stjóri Norweg­i­an Machinery, hef­ur enda átt ófáa fund­ina með norsku um­ferðar­stof­unni og vega­gerðinni Statens veg­vesen síðan í nóv­em­ber í þeirri viðleitni sinni að fá að flytja Cy­bertruck inn og að lok­um brostu heil­lagyðjur sam­göngu­mála við hon­um og inn­flutn­ings­leyfið var í höfn.

„Þetta er fyrst og fremst rosa­lega gam­an,“ seg­ir Eske­land við bíla­delluþátt­inn Broom á TV2, „loks­ins get­um við staðfest að Tesla Cy­bertruck sé vottaður og klár á norska vegi,“ seg­ir hann enn frem­ur og þver­neit­ar að ræða, vegna sam­keppn­is­sjón­ar­miða, hvernig hann náði leyf­inu í gegn. Ein­hverj­ar breyt­ing­ar hafi þurft að gera og vitað er að ein þeirra er sú að Cy­bertruck verður aðeins leyfður þriggja sæta í Nor­egi vegna þyngd­ar sinn­ar sem er rúm þrjú tonn.

Þá fylg­ir ekki sög­unni hvort all­ar þrjár gerðir Cy­bertruck verða leyfðar á norsk­um veg­um, það er aft­ur­drif­inn, fjór­hjóla­drif­inn eða út­gáf­an sem kall­ast ein­fald­lega „Cy­ber­be­ast“ og skil­ar 845 hest­öfl­um, hinar tvær 315 og 600. Há­marks­hraði er læst­ur við 180 kíló­metra miðað við klukku­stund í tveim­ur aflm­inni gerðunum en Cy­ber­be­ast út­gáf­unni, rúm­um þrem­ur tonn­um af æðandi stáli, má aka á 210 kíló­metra hraða.

Veg­ur­inn get­ur endað í grjót­inu

Í Nor­egi má verða sér úti um allt að 30 daga óskil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir hraðakst­ur og kem­ur öku­leyf­is­svipt­ing til viðbót­ar við þá refs­ingu. Í einu ný­legu til­felli, 230 kíló­metra hraða á E18-braut­inni í Vest­fold-fylki í maí 2023, þar sem leyfður hraði er 110, stóð jafn­vel til að dæma 36 daga fang­elsi auk þriggja ára öku­leyf­is­svipt­ing­ar. Þar sem málsmeðferð hafði dreg­ist úr hömlu dæmdi héraðsdóm­ur hins veg­ar 30 daga fang­elsi auk áður­nefndr­ar öku­leyf­is­svipt­ing­ar.

Tesla Cy­ber­be­ast á 210 kíló­metra hraða við sömu aðstæður yrði því vænt­an­lega til­efni minnst 36 daga bak við lás og slá – í dæm­inu hér að ofan ók ökumaður Mercedes Benz AMG með á sjötta hundrað hestafla und­ir vél­ar­hlíf­inni.

Tek.no

Tek.no-II (aldrei til Nor­egs)

Broom-þátt­ur TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert