Flugslys í Washington: Enginn fundist á lífi

Flak vélarinnar í Potomac-ánni.
Flak vélarinnar í Potomac-ánni. AFP

Farþega­flug­vél með 64 inn­an­borðs og herþyrla rák­ust sam­an í loft­inu ná­lægt Reag­an-flug­vell­in­um í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um í nótt að ís­lensk­um tíma og brot­lentu vél­arn­ar báðar í Potomac-ánni. Eng­inn hef­ur fund­ist á lífi enn sem komið er.

Flug­vél­in, sem er af gerðinni Bombari­der CRJ700, var á leið til lend­ing­ar á Reag­an-flug­vell­in­um þegar árekst­ur­inn varð klukk­an 21 að staðar­tíma og að sögn tals­manna American Air­lines-flug­fé­lags­ins voru 60 farþegar um borð og fjór­ir í áhöfn. Að sögn NBC brotnaði farþega­vél­in í tvennt og þá fannst herþyrl­an á hvolfi í Potomac-ánni.

Frá vettvangi í nótt þar sem bátar og kafarar leita …
Frá vett­vangi í nótt þar sem bát­ar og kafar­ar leita fólks. AFP

Flug­vél­in var á leið frá Wichita í Kans­as en í herþyrlunni, sem var í æf­inga­flugi, voru þrír banda­rísk­ir her­menn um borð. Flug­vell­in­um var lokað í kjöl­far flug­slyss­ins en tug­ir viðbragðsaðila voru send­ir á vett­vang. Fjöl­miðlar greina frá því að 19 flug­vél­ar hafi verið á lofti ná­lægt Reag­an-flug­vell­in­um þegar vél­arn­ar rák­ust sam­an.

Kafar­ar og bát­ar leita fólks í ánni sem er ís­köld og til þessa hef­ur eng­inn fund­ist á lífi, en að sögn fjöl­miðla hafa 18 lík fund­ist í ánni.

Slökkviliðsstjór­inn í Washingt­on sagði á frétta­manna­fundi að um 300 björg­un­araðilar væru við störf við mjög erfiðar aðstæður og gæfi lítið til kynna að þeir ættu von á að finna ein­hvern á lífi.

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna seg­ist hafa verið upp­lýst­ur um flug­slysið og hrósaði hann viðbragðsaðilum fyr­ir frá­bært starf. Trump gagn­rýn­ir viðbrögð starfs­manna í flugt­urn­in­um í aðdrag­anda árekstr­ar vél­anna í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um, Truth Social.

„Af hverju gaf flugt­urn­inn þyrlunni ekki fyr­ir­mæli í stað þess að spyrja hvort áhöfn þyrlunn­ar sæi flug­vél­ina? Þetta er slæmt ástand sem hefði átt að koma í veg fyr­ir,“ seg­ir Trump.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

 

 

 

 

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert