Ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af

Umfangsmiklar aðgerðir hafa staðið yfir í allan dag.
Umfangsmiklar aðgerðir hafa staðið yfir í allan dag. AFP

Fjöl­marg­ir bát­ar og kafar­ar hafa þrætt Potomac-ána í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um í leit að fólki á lífi eft­ir árekst­ur farþegaþotu og herþyrlu í nótt.

Vél­arn­ar voru á flugi þegar árekst­ur­inn varð, en alls voru 64 um borð í þot­unni.

Mik­ill viðbúnaður er á svæðinu og fjöl­menni tek­ur þátt í aðgerðum á vett­vangi. Búið er að finna 30 lík að því er seg­ir í banda­rísk­um fjöl­miðlum. Talið er afar ólík­legt að nokk­ur hafi kom­ist lífs af.

Þyrla sést hér á flugi yfir ána Potomac í dag.
Þyrla sést hér á flugi yfir ána Potomac í dag. AFP

Eins lengi og þörf kref­ur

„Við verðum eins lengi og þörf kref­ur,“ seg­ir Muriel Bowser, borg­ar­stjóri Washingt­on, við frétta­menn. 

Banda­ríska skauta­sam­bandið seg­ir að nokkr­ir íþrótta­menn, þjálf­ar­ar og emb­ætt­is­menn hafi verið um borð í vél­inni. Að sögn yf­ir­valda í Mosku voru rúss­nesku hjón­in Ev­gení Shis­hkóva og Vadí Nau­mov um borð, en þau unnu heims­meist­ara­titil í list­hlaupi á skaut­um árið 1994.

Farþegaþotan, sem var af gerðinni Bomb­ar­dier, flaug und­ir merkj­um dótt­ur­fé­lags American Air­lines. Sex­tíu farþegar voru um borð og fjór­ir í áhöfn vél­ar­inn­ar. Þotan var að koma inn til lend­ing­ar á Reag­an-alþjóðaflug­vell­in­um um kl. 21 að staðar­tíma í gær­kvöldi (kl. 2 í nótt að ís­lensk­um tíma) þegar slysið varð. Vél­in var að koma frá Wichita í Kans­as.

Þyrl­an í æf­inga­flugi

Tals­menn Banda­ríkja­hers segja að þyrl­an hafi verið af gerðinni Black Hawk. Um æf­inga­flug var að ræða en þrír voru um borð í þyrlunni.

Báðar vél­arn­ar höfnuðu í ánni.

Búið er að loka Reagan-flugvelli á meðan aðgerðirnar standa yfir.
Búið er að loka Reag­an-flug­velli á meðan aðgerðirn­ar standa yfir. AFP

Spurðu ít­rekað hvort þær sæju ekki vél­ina

Hljóðupp­tök­ur úr flugt­urn­in­um hafa verið spilaðar op­in­ber­lega þar sem flug­um­ferðar­stjór­ar heyr­ast ít­rekað spyrja þyrflug­menn­ina hvort þeir sjái ekki þot­una. Rétt áður en árekst­ur­inn varð biðja flug­um­ferðar­stjór­arn­ir þyrluna um að fljúga fyr­ir aft­an vél­ina.

„Ég sá bara eld­hnött og svo var hún far­in,“ heyr­ist einn flug­um­ferðar­stjóri segja við koll­ega sinn eft­ir að sam­skipt­in rofnuðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert