Lík systranna í Aberdeen hugsanlega fundin

Frá Aberdeen í Skotlandi.
Frá Aberdeen í Skotlandi. AFP

Lögreglan í Skotlandi hefur fundið tvö lík skammt frá þeim stað þar sem ungversku systurnar El­iza og Henrietta Huszt sáust síðast í Aberdeen.

BBC greinir frá.

Ekkert hefur spurst til systranna síðan þær sáust á gangi við ána Dee í borg­inni Aber­deen klukk­an tvö að morgni þann 7. janú­ar.

Engar grunsamlegar aðstæður liggja fyrir

Lögregla segir annað líkið hafa fundist eftir að það sást í ánni um klukkan átta á föstudagsmorgunn og hitt um klukkan níu á föstudagskvöld.

Að sögn lögreglu hafa ekki enn verið borin kennsl á líkin en fjölskylda systranna hefur verið látin vita.

Bróðir systranna hefur greint frá að hafa verið hissa er hann heyrði að þær hefðu til­kynnt leigu­sala sín­um að þær væru að flytja út. Þær höfðu ekki minnst á það við fjöl­skyldu sína, þó þær hefðu verið að safna sér fyr­ir eig­in íbúð.

Lögregla segir rannsókn standa yfir en að engar vísbendingar hafi enn komið fram um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert