Engin skemmdarverk voru unnin á sæstrengnum

Grunur féll á skipið Vezhen m.a. þar sem akkeri þess …
Grunur féll á skipið Vezhen m.a. þar sem akkeri þess var brotið. Um óviljaverk virðist hins vegar hafa verið að ræða. AFP/Johan Nilsson

Rík­is­sak­sókn­ari í Svíþjóð hyggst hvorki ákæra skip­verja né búlgarska skipa­fé­lagið Navi­bulg­ar vegna grun­semda um að skip á veg­um þess hafi átt aðkomu að skemmd­ar­verki á sæ­streng í Eystra­salti sem ligg­ur á milli Svíþjóðar og Lett­lands.

Rann­sókn hef­ur leitt í ljós að eng­in skemmd­ar­verk voru unn­in á sæ­strengn­um, held­ur var um óvilja­verk að ræða af hálfu flutn­inga­skips­ins Vezhen. Sagði í yf­ir­lýs­ingu sak­sókn­ara að krefj­andi veður­skil­yrði ásamt skorti á nauðsyn­leg­um tækja­búnaði og vanþekk­ingu sjó­manna hafi leitt til at­viks­ins. 

Til­heyr­ir kap­all­inn lett­neska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu LMT og stofn­un­inni LSRTC sem rek­ur þá innviði sem nýtt­ir eru til út­send­inga rík­is­miðla lands­ins, út­varps og sjón­varps.

Skugga­floti Rússa veld­ur ótta 

Vart varð við skemmd­ir á strengn­um fyr­ir um viku síðan og var skipið á nær­liggj­andi haf­stæði þegar rof varð í strengn­um. Var það sent til hafn­ar í Svíþjóð í kjöl­farið.

Nokk­ur ugg­ur hef­ur verið í Eystra­salti vegna mögu­legr­ar aðild­ar Rússa að skemmd­ar­verk­um á sæ­strengj­um þar und­an­far­in miss­eri. Rann­sókn í Finn­landi hef­ur t.d. beinst að skipi sem til­heyr­ir hinum svo­nefnda „skugga­flota“ Rússa, en talið er að áhöfn þess hafi vilj­andi dregið akk­eri sitt eft­ir hafs­botn­in­um, og þannig skemmt sæ­streng í Eystra­salti í des­em­ber sem teng­ir sam­an Finn­land og Eist­land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert