Árásarmaðurinn í Svíþjóð nafngreindur

Sænska lögreglan í dag fyrir utan híbýli mannsins.
Sænska lögreglan í dag fyrir utan híbýli mannsins. AFP

Maðurinn sem talinn er hafa skotið tíu manns til bana í Örebro í Svíþjóð í gær hét Rickard Andersson og var 35 ára að aldri.

Þar með er hann grunaður um versta fjöldamorð í sögu landsins.

Samkvæmt heimildum sænska dagblaðsins Aftonbladet hafði hann einangrað sig síðustu misserin fyrir skotárásina og glímdi við geðvandamál.

Þá mun honum hafa verið neitað um að sinna herþjónustu en þó fengið leyfi fyrir fjórum veiðirifflum, samkvæmt upplýsingum blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert