Svíakonungur vottar virðingu sína

Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning votta hér virðingu sína.
Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning votta hér virðingu sína. AFP

Ell­efu manns létu lífið í mann­skæðustu skotárás í sögu Svíþjóðar í gær. 35 ára gam­all maður skaut tíu til bana í skóla í borg­inni Öre­bro áður en hann tók eigið líf.

Sví­ar hafa streymt að skól­an­um í dag til þess að votta virðingu sína og skilja þar eft­ir blóm og kerti. Þeirra á meðal eru Karl Gúst­af Sví­a­kon­ung­ur og eig­in­kona hans Sil­vía drottn­ing. Kon­ung­ur­inn seg­ir að þjóðin sé að reyna að skilja það sem hef­ur átt sér stað og að þessa stund­ina sé öll þjóðin syrgj­andi.

Ulf Kristers­son for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar var einnig á vett­vangi árás­ar­inn­ar að votta virðingu sína. For­sæt­is­ráðherr­ann seg­ir að dags­ins í gær, 4. fe­brú­ar 2025, muni ætíð verða minnst sem svarts dags í sögu sænsku þjóðar­inn­ar. 

Árás­ir sem þess­ar fátíðar

Árás­ir í skól­um eru afar fátíðar í Svíþjóð þrátt fyr­ir að skotárás­ir og sprengju­árás­ir hafi færst í vöxt í land­inu sein­ustu miss­eri, aðallega í tengsl­um við skipu­lagða glæp­a­starf­semi. 

Í mars 2022 stakk átján ára nem­andi tvo kenn­ara sína til bana í mennta­skóla í Mal­mö og í októ­ber árið 2015 voru þrír drepn­ir í skóla í Troll­hätt­an eft­ir að rúm­lega tví­tug­ur maður réðst að fólki vopnaður sverði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert