Ætla að fækka starfsfólki um 97%

Bygging USAID í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, í gær.
Bygging USAID í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras, í gær. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trumps ætlar að fækka starfsmönnum þróunar- og mannúðaraðstoðarstofnunarinnar USAID niður í færri en 300 manns, en þeir eru nú fleiri en tíu þúsund talsins.

Frá þessu greinir dagblaðið New York Times og segir að á meðal þeirra starfsmanna sem verði eftir séu þeir sem sérhæfi sig í heilbrigðis- og mannúðaraðstoð.

Tvö verkalýðsfélög lögðu fram kæru í gær á hendur ríkisstjórninni vegna niðurskurðarins, þar sem lögbanns er krafist til að stöðva brottrekstur starfsmannanna og niðurbrot stofnunarinnar.

Eru þær studdar þeim rökum að ekki megi ráðast í þessar aðgerðir án samþykkis þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert