Flugvélar saknað í Alaska

Vélin var á leið frá Unalakleet til Nome.
Vélin var á leið frá Unalakleet til Nome. Ljósmynd/Lögreglan í Nome

Lítillar farþegaflugvélar er saknað í Alaska-fylki í norðvesturhluta Bandaríkjanna en í vélinni eru níu farþegar auk flugmanns.

Lögregluyfirvöld í Alaska segja að vélin, að Bering Air Caravan, hafi verið á flugi frá Unalakleet til Nome en 235 kílómetrar eru á milli borganna.

Þegar flugvélín skilaði sér ekki á tilsettum tíma hófst undirbúningur björgunarsveita í leit að vélinni.

Tvö flugslys hafa orðið í Bandaríkjunum á síðustu dögum og vikum. 30. janúar rákust farþegaþota og herþyrla saman í Washington með þeim afleiðingum að allir 67 um borð í vélunum fórust og í kjölfarið létust sjö og nítján slösuðust þegar sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert