Svíar vilja herða byssulöggjöfina

Ríkisstjórn Svíþjóðar mun leggja fram frumvarp um breytingar á byssulögum …
Ríkisstjórn Svíþjóðar mun leggja fram frumvarp um breytingar á byssulögum í landinu. AFP/Jonathan Nackstrand

Rík­is­stjórn Svíþjóðar mun leggja fram frum­varp um breyt­ing­ar á byssu­lög­um í land­inu og er því meðal ann­ars ætlað að tak­marka aðgang að hálf­sjálf­virk­um byss­um.

„Það eru ákveðnar teg­und­ir vopna sem eru svo hættu­leg að þau ættu aðeins sem und­an­tekn­ing að vera í eigu al­menn­ings,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu þar sem til­kynnt var að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt til­lögu Svíþjóðardemó­krata um að tak­marka aðgang að hálf­sjálf­virk­um byss­um.

Versta fjölda­skotárás í sögu Svíþjóðar átti sér stað í Ri­berska-há­skól­an­um í Öre­bro á þriðju­dag og varð tíu manns að bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka