Varar við áhrifum refsiaðgerða á dómstólinn

Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. AFP

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varar við því að refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum ógni sjálfstæði hans og grafi undan alþjóðlega sakamálaréttarkerfinu í heild.

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem segir að dómstólinn hafi ráðist í ólögmætar og rakalausar aðgerðir gegn Bandaríkjunum og Ísrael.

Dómstóllinn misnotað vald sitt

Er þar vísað til rannsókna á meintum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan og ísraelskra hermanna í Gasa.

Þá er fullyrt að dómstóllinn í Haag hafi misnotað vald sitt með því að gefa út handtökuskipun á hendur ísraelska forsætisráðherranum Benjamín Netanjahú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert