Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins varar við því að refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum ógni sjálfstæði hans og grafi undan alþjóðlega sakamálaréttarkerfinu í heild.
Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem segir að dómstólinn hafi ráðist í ólögmætar og rakalausar aðgerðir gegn Bandaríkjunum og Ísrael.
Er þar vísað til rannsókna á meintum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan og ísraelskra hermanna í Gasa.
Þá er fullyrt að dómstóllinn í Haag hafi misnotað vald sitt með því að gefa út handtökuskipun á hendur ísraelska forsætisráðherranum Benjamín Netanjahú.
Sanctioning the ICC threatens the Court’s independence and undermines the international criminal justice system as a whole. https://t.co/zk0lsnB1p0
— António Costa (@eucopresident) February 7, 2025