„Það var blóðlykt“

Svanfríður Birgisdóttir er einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro …
Svanfríður Birgisdóttir er einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð. Samsett mynd

„Ég fékk að vita það í dag að einn af kenn­ur­un­um mín­um var meðal þeirra sem voru myrt­ir.“

Þetta seg­ir Svan­fríður Birg­is­dótt­ir, einn af skóla­stjór­um Camp­us Ris­bergska-skól­ans í Öre­bro í Svíþjóð, þar sem ell­efu létu lífið í skotárás á þriðju­dag­inn. Sjálf þurfti hún að flýja skól­ann á hlaup­um.

Hún seg­ir þá þrjá daga sem hafi liðið frá árás­inni vera meira eins og þrjú ár í huga sér. Sjö kon­ur, þrír karl­menn auk árás­ar­manns­ins eru meðal þeirra látnu að sögn Svan­fríðar. Hún seg­ir yngsta fórn­ar­lambið hafa verið 28 ára og hið elsta 68 ára.

„Ein þeirra var 32 ára göm­ul kona og fjög­urra barna móðir. Þetta er ólýs­an­legt,“ seg­ir Svan­fríður og bæt­ir við að flest­ir nem­end­ur skól­ans séu fjöl­skyldu­fólk og því marg­ar fjöl­skyld­ur sem upp­lifa skrítna tíma núna.

Skelfi­leg­ar frá­sagn­ir

Hún seg­ir sig og hina skóla­stjór­ana hafa unnið baki brotnu síðustu sól­ar­hring­ana við að hlúa að nem­end­um og starfs­fólki og hlýða á skelfi­leg­ar frá­sagn­ir þeirra af at­b­urðarás­inni og skipu­leggja þrif á skól­an­um sem sé tals­vert laskaður.

Sjálf hafi þau ekki einu sinni haft tök á að sækja sér áfalla­hjálp enn sem komið er – enda séu þetta for­dæma­laus­ar aðstæður. Þó standi til að skóla­stjórn­end­ur sæki áfalla­hjálp í fram­hald­inu.

„Við erum fórn­ar­lömb og sam­tím­is að taka á móti starfs­fólk­inu okk­ar og gera allt sem þarf að gera.“

Hún kveðst gríðarlega stolt af sínu starfs­fólki sem öll hafi brugðist hár­rétt við. Þau hafi fylgt þeirri þjálf­un sem þau hafi hlotið og ým­ist birgt sig inni eða rýmt bygg­ing­una, eft­ir því hvað þau mátu ör­ugg­ast.

Minningarlundurinn fyrir franan skólann.
Minn­ing­ar­lund­ur­inn fyr­ir fran­an skól­ann. AFP

Sagt að sitja kyrr­um þegar tekið var í hurðar­hún­inn

„Þetta hef­ur bjargað ég veit ekki hversu mörg­um manns­líf­um. Það er rosa­legt að heyra þess­ar sög­ur. Nem­end­ur eru að stíga fram og segja frá viðbrögðum kenn­ara og segja: Þetta bjargaði líf­um okk­ar.“

Þjálf­un­in kveði á um að þeir sem birgi sig inni í kennslu- eða skrif­stofu­rým­um haldi al­ger­lega kyrru fyr­ir, taki hljóð af sím­um og öðrum tækj­um og láti sem þau séu ekki til.

Það eigi einnig við jafn­vel þótt ein­hver knýi á dyr og biðji um að kom­ast inn enda eng­in leið að vita hvort árás­armaður­inn sé þar á ferð.

„Það er það sem er svo skelfi­legt. Fólk hef­ur séð ein­hvern taka í hand­fangið,“ seg­ir Svan­fríður og klökkn­ar. 

„Þau voru með 112 í sím­an­um og sögðu: „Við verðum að opna“ og þeim var sagt að sitja kyrr­um.“

Var sagt að loka aug­un­um

Hún seg­ir marga þeirra sem til henn­ar hafi komið í kjöl­far árás­ar­inn­ar hafa talað um þá skelfi­legu sjón sem blasti við eft­ir að sér­sveit­ir komu og fylgdu fólki út, eft­ir að hafa gengið úr skugga um að ekki væru árás­ar­menn á meðal þeirra.

Fólki hafi verið sagt að skýla aug­um sín­um en marg­ir hafi ekki kom­ist hjá því að sjá lík þeirra sem lágu fyr­ir utan dyr kennslu­stof­unn­ar.

„Fólk tal­ar um lykt­ina. Það var blóðlykt.“

Hún seg­ir erfitt að deila lýs­ing­un­um og kveðst sjálf rétt vera byrjuð að vinna sig í gegn­um þessa erfiðu reynslu. Hún telji engu að síður mik­il­vægt að ræða hvað skeði og þær af­leiðing­ar sem voðaverk veiks ein­stak­lings hafi haft í för með sér.

„Við verðum að vera hrein­skil­in og tala um af­leiðing­arn­ar af svona hrylli­leg­um gjörðum. Við meg­um ekki halda að þetta sé ein­hver bíó­mynd eða tölvu­spil.“

Lögreglumenn í Riberska-háskólanum í Örebro á þriðjudag.
Lög­reglu­menn í Ri­berska-há­skól­an­um í Öre­bro á þriðju­dag. AFP

Ein­fari sem var ein­angraður í eig­in bil­un

Kveðst Svan­fríður vilja ræða árás­ar­mann­inn sem minnst, helst vilji hún aldrei hugsa um hann fram­ar þó að hún skilji af hverju fólk vilji leita út­skýr­inga á því hvers vegna harm­leik­ur sem þessi eigi sér stað. 

„En fyr­ir mér er hann ekki til.“

Hún geti þó deilt því að árás­armaður­inn hafi verið nem­andi henn­ar árið 2021. Um hafi verið að ræða ein­stak­ling með mikla lær­dóms­örðug­leika sem hafi eng­um próf­um náð í fram­halds­skóla. Aug­ljóst sé að þarna hafi verið á ferð al­var­lega veik­ur ein­stak­ling­ur sem ekki hafi liðið vel

„Hann var ein­fari, með enga mennt­un, enga vinnu og ekk­ert fé­lags­líf,“ seg­ir Svan­fríður og bæt­ir við að at­vikið sé skýr áfell­is­dóm­ur á sam­fé­lag sem leyfi fólki að ein­angr­ast í eig­in bil­un.

„Við verðum að fara að taka okk­ur á hvað varðar and­lega heilsu. Við get­um ekki leyft fólki að fara und­ir radar­inn í sam­fé­lag­inu sem við lif­um í. Það er lífs­hættu­legt.

Kertaljós, blóm og falleg minningarbréf skipta þúsundum fyrir utan skólann …
Kerta­ljós, blóm og fal­leg minn­ing­ar­bréf skipta þúsund­um fyr­ir utan skól­ann að sögn Svan­fríðar. AFP

Verðum að ein­blína á fórn­ar­lömb­in

Seg­ist Svan­fríður aft­ur á móti ekki vilja dvelja við það held­ur vilji hún ein­blína á fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar og þau sem komust af á lífi.

„Það á að skrifa um nem­end­urna, það á að skrifa um kenn­ar­ana, það á að skrifa um fjöl­skyld­urn­ar.“

Þeim beri að hrósa fyr­ir þá hetju­dáð sem þau hafi unnið og þá seiglu, styrk og viðbrögð sem þau hafi sýnt í þess­um hörmu­legu aðstæðum.

„Hryll­ing­ur­inn sem þau hafa gengið í gegn­um og samt standa þau eft­ir og hlúa hvort að öðru,“ seg­ir Svan­fríður.

„Það er ofboðslega fal­leg­ur minn­ing­ar­lund­ur fyr­ir utan skól­ann og kerta­ljós, blóm og fal­leg minn­ing­ar­bréf skipta þúsund­um. Fólk kem­ur til að minn­ast. Ég fór þangað sjálf í gær og það var eig­in­lega í fyrsta sinn sem ég gat grátið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert