Musk vill ekki TikTok

Auðjöfurinn Elon Musk.
Auðjöfurinn Elon Musk. AFP/Angela Weiss

Elon Musk, ríkasti maður heims og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa áhuga á að taka yfir starfsemi samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum.

„Ég hef ekki boðið í TikTok og hef ekki hugmynd um hvað ég myndi gera ef ég ætti TikTok,“ sagði Musk í lok janúar, en ummælin voru birt í gær.

Trump myndi hugnast kaupin

TikT­ok af­tengdi aðgang not­enda sinna í Banda­ríkj­un­um þann 19. janú­ar, skömmu áður en lands­bundið bann við for­rit­inu átti að taka gildi.

Tólf klukku­stund­um síðar fengu banda­rísk­ir not­end­ur aðgang að miðlin­um á ný eft­ir að gildis­töku lag­anna var frestað í 75 daga fyr­ir til­stilli Donalds Trumps.

Trump sagði fljótlega í kjölfarið að hann myndi taka því með opn­um huga ef Musk myndi vilja kaupa TikT­ok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert