Evrópa mun verja sína hagsmuni

Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands.
Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Evr­ópu­sam­bandið mun bregðast við tolla­ákvörðun Banda­ríkj­anna og svara fyr­ir sig að sögn ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands. Hann hvet­ur banda­rísk stjórn­völd til að reyna að stýra fram hjá tolla­stríði. 

„Við hik­um ekki þegar kem­ur að því að verja okk­ar hags­muni,“ seg­ir Jean-Noel Barrot, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, í viðtali við frétta­stöðina TF1. Þar var hann beðinn um að bregðast við ákvörðun Trumps Banda­ríkja­for­seta um að leggja á 25% toll á ál og stál. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Sama og Trump gerði 2018

Barrot var spurður hvort Frakk­land og ESB muni bregðast við þess­ari ákvörðun. „Að sjálf­sögðu. Þetta kem­ur ekki á óvart. Þetta er það sama og Don­ald Trump gerði árið 2018 [þegar hann var for­seti Banda­ríkj­anna].“

Barrot bend­ir á að Frakk­ar og ESB hafi brugðist við þá og það verði aft­ur gert.

Þegar hann var spurður nán­ar út í viðbragðið, þá sagði Barrot að það væri í hönd­um fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að taka ákvörðun um það.

„Það er ekki í þágu neinna að fara í tolla­stríð við Evr­ópu­sam­bandið,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert