Hafa staðfest hver árásarmaðurinn var

Frá blaðamannafundi sem yfirvöld boðuðu til fyrir helgi vegna skotárásarinnar.
Frá blaðamannafundi sem yfirvöld boðuðu til fyrir helgi vegna skotárásarinnar. AFP

Ákæru­valdið í Svíþjóð hef­ur staðfest hver það var sem skaut tíu manns að bana í skóla í Öre­bro í liðinni viku. Lög­regl­an hef­ur þó ekki enn greint form­lega frá nafni bys­su­manns­ins. 

Sænsk­ir fjöl­miðlar hafa aft­ur á móti birt upp­lýs­ing­ar um mann­inn sem hét Rickard And­ers­son og var 35 ára gam­all. 

Glímdi við and­leg veik­indi

Hon­um hef­ur verið lýst sem at­vinnu­laus­um ein­setu­manni sem átti við geðræn vanda­mál að stríða. Talið er að hann hafi verið einn að verki þegar hann lét til skar­ar skríða á þriðju­dag­inn. Hann skaut tíu manns til bana og talið er að hann hafi síðan tekið eigið líf. 

Lög­regl­an seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að ákæru­valdið hafi flutt rann­sókn máls­ins í hend­ur lög­regl­unn­ar þar sem hinn grunaði væri lát­inn. Ann­ars sjá sak­sókn­ar­ar um rann­sókn slíkra mála. 

Lög­regl­an nefndi bys­su­m­ann­inn ekki á nafn en sak­sókn­ar­inn Elisa­beth And­er­son staðfesti í sam­tali við sænska blaðið Expressen að And­ers­son hefði verið árás­armaður­inn. 

Enn er ekk­ert vitað um ástæðu þess að And­er­son gerði árás á skól­ann. 

Fjölmargir hafa lagt leið sína á svæðið til að minnast …
Fjöl­marg­ir hafa lagt leið sína á svæðið til að minn­ast þeirra sem lét­ust. AFP

Gekk í skól­ann

Fram hef­ur komið að maður­inn hafi verið nem­andi í Ri­berska-há­skól­an­um en að hann hafi ekki sótt þar tíma frá ár­inu 2021. 

Þá hef­ur lög­regl­an ekki gefið upp þjóðerni þeirra sem lét­ust. Um er að ræða sjö kon­ur og þrjá karl­menn, en fólkið var á aldr­in­um 28 til 68 ára. Lög­regl­an hef­ur þó staðfest í sam­tali við fjöl­miðla að fólkið hafi verið af nokkr­um þjóðern­um. Sænska rík­is­út­varpið, SVT, seg­ir að meiri­hluti hinna látnu hafi verið af er­lendu bergi brot­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert