Að minnsta kosti 55 manns létu lífið í Gvatemala þegar rútan ók í gegnum vegrið og steyptist ofan í gil.
Um 70 manns voru í rútunni sem hafnaði í á, sem er menguð af skólpi, sem gerði aðstæður fyrir viðbragðsaðila mjög erfiðar. 53 létust samstundis en tveir voru úrskurðaðir látnir á sjúkrahúsi.
Bernardo Arevalo, forseti Gvatemala, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.
Talsmenn slökkviliðsins segja að ökumaður rútunnar hafi greinilega misst stjórn á henni og lent í árekstri við nokkur ökutæki áður en hún steyptist ofan í gilið.
Umferðarslys sem leiða til tuga banaslysa eru algeng í Mið- og Suður-Ameríku. Í janúar 2018 létust 52 í Perú þegar rúta féll fram af kletti á strönd norður af höfuðborginni Lima og í Brasilíu fórust 54 í mars 2015 í rútuslysi ferðamanna í Santa Catarina-fylki í suðurhluta landsins.
A bus veered off a highway bridge into a ravine in Guatemala City, killing at least 51 people and trapping survivors https://t.co/0ZZ7QgkkSt pic.twitter.com/rYo4LCYUWW
— Reuters (@Reuters) February 10, 2025