Gætu hafið stórstyrjöld innan fimm ára

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í Kreml í síðustu viku.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í Kreml í síðustu viku. AFP/Kristina Kormilitsyna

Leyniþjón­usta danska hers­ins, For­sva­rets Ef­ter­retn­ing­stjeneste, FE, tel­ur að Rúss­ar gætu her­væðst og hafið stór­styrj­öld í Evr­ópu inn­an fimm ára, fari svo að Úkraínu­stríðinu ljúki eða bar­dag­ar þar stöðvist.

Svo seg­ir í nýju hættumati FE, en þar kem­ur fram að hernaðarógn frá Rússlandi muni aukast á næstu árum.

Fari svo að inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkraínu ljúki eða hlé verði gert á bar­dög­um stríðandi fylk­inga þar og ef Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) vopn­ast ekki á ný gætu Rúss­ar látið til skara skríða á næstu fimm árum að sögn FE.

Í mati leyniþjón­ust­unn­ar seg­ir þó að ekki sé nein yf­ir­vof­andi hætta á þess­um tíma­punkti á árás á Dan­mörku af hernaðarleg­um toga.

Snú­ist í upp­bygg­ingu fyr­ir stríð gegn NATO

FE seg­ir að Rúss­ar hafi sam­hliða stríðinu í Úkraínu hrint af stað mik­illi end­urupp­bygg­ingu og um­bót­um á her­sveit­um sín­um.

Er talið að á síðasta ári hafi sú end­urupp­bygg­ing þró­ast frá því að snú­ast fyrst og fremst um end­ur­reisn í að snú­ast um aukna hernaðar­upp­bygg­ingu með það að mark­miði að geta bar­ist í stríði gegn NATO.

„Rúss­um hef­ur þegar tek­ist að upp­færa getu sína til að nú­tíma­væða út­búnað hers­ins og auka her­gagna­fram­leiðslu sína veru­lega. Þeir geta nú þegar losað um fjár­magn til end­ur­víg­væðing­ar gegn NATO, ekki síst vegna ut­anaðkom­andi fjár­hags­legs og efn­is­legs stuðnings,“ seg­ir í áhættumat­inu.

Þrjár sviðsmynd­ir

Ef stríðið í Úkraínu stöðvast eða hlé verður gert á geta Rúss­ar losað þaðan herafla sinn, og þar með aukið hernaðarlega getu sína til að ógna banda­lags­ríkj­um NATO beint. Þá seg­ir leyniþjón­ust­an að hún geri ráð fyr­ir eft­ir­far­andi:

  • Eft­ir um sex mánuði gætu Rúss­ar bar­ist í staðbundnu stríði í landi sem á landa­mæri að Rússlandi.
  • Eft­ir um tvö ár gætu Rúss­ar ógnað NATO-ríki eða -ríkj­um með trú­verðugum hætti og vera bún­ir und­ir svæðis­bundið stríð gegn mörg­um lönd­um á Eystra­salts­svæðinu.
  • Eft­ir um fimm ár gætu Rúss­ar verið bún­ir und­ir stór­styrj­öld á meg­in­landi Evr­ópu, án aðkomu Banda­ríkja­manna.

Tím­aramm­inn miðast við að Atlants­hafs­banda­lagið vopn­ist ekki á sama hraða og Rúss­ar á sama tíma.

Vilja ekki bjóða Banda­ríkja­mönn­um birg­inn

Spenn­an milli Banda­ríkj­anna, Kína og Rúss­lands hef­ur breiðst til norður­slóða að mati leyniþjón­ust­unn­ar. Núna er Rúss­land stærsta her­veldið á norður­slóðum og tel­ur leyniþjón­ust­an að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hafi eng­an áhuga á að missa þann titil.

Rúss­ar vilji yf­ir­ráð yfir hafsvæðum norður af meg­in­landi sínu og hugs­an­legt sé að þeir vilji yf­ir­ráð alla leið upp að norður­póln­um. Leyniþjón­ust­an bend­ir á að sjáv­ar­út­vegs­stefna Rúss­lands frá ár­inu 2022 geri ráð fyr­ir því að vel sé hugs­an­legt að Rúss­ar muni beita öll­um ráðum til að verja hags­muni sína norður af land­inu, þar með talið hervaldi.

Hættumatið vík­ur að stöðu Græn­lands og Fær­eyja en í því sam­bandi seg­ir leyniþjón­ust­an að Rúss­ar horfi á lönd­in tvö í norður­am­er­ísku sam­hengi en ekki evr­ópsku og því sé ekki víst að þeir muni blanda smáríkj­un­um tveim­ur inn í deil­ur í Evr­ópu.

Rúss­ar geti vel hugsað sér að bjóða nokkr­um Evr­ópuþjóðum upp í hernaðarleg­an dans sam­tím­is en séu ekki sér­lega vilj­ug­ir að dansa við Banda­ríkja­menn enda hefði það mun meiri af­leiðing­ar.

Rúss­ar og fjölþátta­ógn­ir

Í hættumati sínu ræðir leyniþjón­ust­an um fjölþátta­ógn­ir og tíða beit­ingu Rússa þar um. Seg­ir í mat­inu að Rúss­ar hafi auk­inn vilja til að taka áhættu þegar kem­ur að fjölþátta­ógn­um gegn NATO-ríkj­um þar sem þeir telji ekki lík­legt að árás á eitt ríki verði skil­greind sem árás á þau öll í skiln­ingi 5. grein­ar Atlants­hafs­sátt­mál­ans.

Rúss­ar muni því not­ast við njósn­ir, skemmd­ar­verk á köpl­um og innviðum, skugga­flota og allt þar á milli. Þess­ar aðferðir geti þeir einnig notað á norður­slóðum.

„Þetta gæti falið í sér að fljúga mjög ná­lægt vest­ræn­um her­skip­um, líkja eft­ir árás á eða skjóta ná­lægt vest­ræn­um skip­um og flug­vél­um,“ seg­ir í mat­inu.

Slík vald­beit­ing gæti einnig að mati FE átt sér stað á svæðum sem Rúss­land hef­ur enga lög­sögu yfir sam­kvæmt alþjóðalög­um.

„Ef Rúss­ar fá aukið tæki­færi til að fjár­magna sig eða koma sér upp meiri hernaðarleg­um auðlind­um til að vopna sig á norður­slóðum er lík­legt að þeir haldi áfram og mögu­lega víkki út sína ógn­andi hegðun.“

DR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert