Rússland gerði árás á Kænugarð

Frá Kænugarði í morgun.
Frá Kænugarði í morgun. AFP

Einn er látinn eftir að Rússland gerði eldflauga- og drónaárás á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, snemma í morgun. Volidimír Selenskí Úkraínuforseti segir árásina merki um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ekki áhuga á að sækjast eftir friði á milli landanna.

Tveir voru fluttir á spítala eftir árásina.

Olli tjóni og eldsvoðum

Yfirvöld í Úkraínu segja nú að loftvarnarkerfi þeirra umhverfis Kænugarð sé að koma í veg fyrir að frekari eldflaugar lendi á borginni.

Árásin í morgun olli tjóni og eldsvoðum á fjórum svæðum borgarinnar að minnsta kosti.

Árásin olli tjóni og eldsvoðum.
Árásin olli tjóni og eldsvoðum. AFP

Kallar eftir þrýstingi frá bandamönnum

„Pútín er ekki að undirbúa frið. Hann heldur áfram að drepa Úkraínumenn og eyðileggja borgir,“ sagði Selenskí Úkraínuforseti á samfélagsmiðlum eftir árásina.

Segir hann að aðeins stór skref og þrýstingur frá öðrum löndum geti stöðvað árásir Rússa og að nú þurfi sameiningu og stuðning allra bandamanna Úkraínu til þess að binda endi á stríðið með sanngjörnum hætti.

Bæði Úkraína og Rússland hafa verið að reyna að keppast um forskot á vígvellinum áður en samningaviðræður taka við sem búist er við að komi fljótlega nú eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti er tekinn við völdum þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert