Trump hringdi í Pútín: Hefja viðræður án tafar

Donald Trump hringdi í Vladimír Pútín í dag.
Donald Trump hringdi í Vladimír Pútín í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt langt og mjög árangursríkt samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag. Þeir hafi sammælst um að hefja tafarlaust viðræður til að binda endi á stríð Rússlands í Úkraínu.

Í yfirlýsingu segir Trump að leiðtogarnir hafi hvor um sig boðið hinum að heimsækja þjóð sína. Báðir hafi þeir þekkst slíkt boð.

Þá muni hann nú hringja í Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, til að upplýsa hann um símtalið.

Mögulegt að finna lausn

Í yfirlýsingu frá Kremlinni segir að símtalið hafi varað í eina og hálfa klukkustund og að leiðtogarnir hafi verið sammála um að kominn væri tími til að vinna saman.

Pútín mun hafa tjáð Trump að mögulegt væri að finna langtíma lausn á stríðinu, sem hófst þegar Rússland réðst inn í Úkraínu fyrir þremur árum. 

Fyrr í vikunni skiptust ríkin tvö á föngum, þegar bandaríski kennarinn Marc Fogel var leystur úr haldi Rússa í skiptum fyrir rafmyntajöfurinn Alexander Vinnik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert