Þó nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á mannfjölda í borginni München í Þýskalandi.
Lögreglan í München greinir frá þessu í tísti á X. Ekki kemur fram hve margir eru slasaðir eftir atvikið.
Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Lögreglan hefur handtekið ökumanninn og stafar engin ógn lengur af honum.
Lögreglan varar við umferðarteppum í kringum vettvanginn. Eru vegfarendur beðnir um að leggja ekki leið sína að óþörfu inn í hverfið svo þeir tefji ekki viðbragðsaðila.
Lögreglan óskar nú eftir vitnum að atvikinu. Er hver sá sem telur sig hafa upplýsingar um atvikið beðinn um að hafa samband.
Fréttin hefur verið uppfærð.