Börn á meðal þeirra slösuðu

Minnst tuttugu eru slasaðir, þar á meðal börn.
Minnst tuttugu eru slasaðir, þar á meðal börn. AFP

Minnst tuttugu eru slasaðir eftir að bíl var ekið á mannfjölda í þýsku borginni München í morgun á horni Seidlstrasse og Karlstrasse.

Dieter Reiter, borgarstjóri München, segir börn vera meðal hinna slösuðu.

Ekki er vitað hvernig slysið bar að eða hvort um viljaverk hafi verið að ræða. 

Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og segir talsmaður lögreglunnar að enginn frekari ógn stafi af honum. 

Lífshættulegir áverkar

Slökkviliðsmaður staðfestir við þýska miðilinn Der Spiegel að minnst tuttugu séu slasaðir, þar af séu einhverjir alvarlega slasaðir og nokkrir með lífshættulega áverka.

Engin dauðsföll hafa verið staðfest að svo stöddu.

„Hugur minn er hjá þeim slösuðu,“ ritaði Reiter á miðilinn X. Segist hann í áfalli eftir atburðinn í morgun.

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert