Fimm látnir eftir sprengingu í verslunarmiðstöð

Það er allt á tjá og tundri eftir sprenginguna.
Það er allt á tjá og tundri eftir sprenginguna. AFP

Í það minnsta fimm eru látnir og nokkrir eru slasaðir eftir sprengingu í matsal á 12. hæð í verslunarmiðstöð í borginni Taichung í Taívan.

Staðfest hefur verið að fimm séu látnir og sjö slasaðir en sprengingin var mjög öflug og sýna myndbönd frá vettvangi rusl á víðavangi og miklar skemmdir á byggingunni en óljóst er hvað olli sprengingunni.

Sprengingin varð á 12. hæð í verslunarmiðstöðinni.
Sprengingin varð á 12. hæð í verslunarmiðstöðinni. AFP

Björgunaraðgerðir standa enn yfir og eru um 130 slökkviliðsmenn á staðnum og í færslu á Faceebook segir Lai Ching-te, forseti Taívans, að nokkrar ríkisstofnanir hafi verið virkjaðar til að bregðast við atvikinu, þar á meðal heilbrigðisráðuneytið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert