Í það minnsta fimm eru látnir og nokkrir eru slasaðir eftir sprengingu í matsal á 12. hæð í verslunarmiðstöð í borginni Taichung í Taívan.
Staðfest hefur verið að fimm séu látnir og sjö slasaðir en sprengingin var mjög öflug og sýna myndbönd frá vettvangi rusl á víðavangi og miklar skemmdir á byggingunni en óljóst er hvað olli sprengingunni.
Björgunaraðgerðir standa enn yfir og eru um 130 slökkviliðsmenn á staðnum og í færslu á Faceebook segir Lai Ching-te, forseti Taívans, að nokkrar ríkisstofnanir hafi verið virkjaðar til að bregðast við atvikinu, þar á meðal heilbrigðisráðuneytið.
🚨 Breaking News from Taichung: A suspected gas explosion at Shin Kong Mitsukoshi department store leaves 7 injured and 5 dead. Rescue efforts underway as authorities secure the area. Stay safe, everyone! 🙏 #Taichung #SafetyFirst pic.twitter.com/FivnRGfjdi
— TVBS World Taiwan (@tvbsworldtaiwan) February 13, 2025