Nærri 50.000 manns hafa horfið

Flestir þeirra sem hafa horfið eru hermenn beggja þjóða.
Flestir þeirra sem hafa horfið eru hermenn beggja þjóða. AFP

Nærri 50.000 manns hafa horfið síðan Rússland gerði innrás inn í Úkraínu. Flestir þeirra sem er saknað eru hermenn beggja þjóða.

Rauði krossinn leitar nú skýringa á hvað varð um þá sem hafa horfið.

Margir horfið á undanförnu ári

Að sögn Dusan Vujasanin, yfirmanns alþjóðanefndar hjá Rauða krossinum, hefur tala horfinna einstaklinga í stríðinu meira en tvöfaldast frá febrúar 2024.

Rússland gerði innrás inn í Úkraínu fyrir nærri þremur árum síðan, 24. febrúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert